fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. október 2020 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi fyrir að hafa í apríl í fyrra ráðist á fyrrverandi kærustu sína, beitt hana grófu ofbeldi og nauðgað henni ítrekað.

Mun maðurinn hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til munnmaka og nauðgað henni í tvígang. Beitti hann konuna ofbeldi á meðan með því að klípa í hana, slá hana ítrekað í andlitið og líkama, bíta í konuna, rífa í hár hennar og taka hana kverkataki svo að hún átti erfitt með andardrátt, að því er segir í ákæru.

Þá segir í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, að ákærði hafi ekki látið af háttsemi sinni fyrr en konan hafði ítrekað beðið hann um að hætta. Af árás og nauðgun mannsins hlaut konan ýmsa áverka svo sem roða og marbletti, bitför og klórför á baki, bringu, handleggjum, rassi, lærum, hálsi og andliti.

Krefst Héraðssaksóknari að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir brot sín og að honum verði gert að greiða allan sakarkostnað. Brotaþoli gerir í málinu einkaréttarkröfu að fjárhæð 2.500.000 króna, auk þess sem maðurinn er krafinn um greiðslu á kostnaði vegna réttargæslumanns hennar.

Við nauðgun liggur allt að 16 ára fangelsi, auk þess sem það skal virt til refsiþyngingar ef brotin eru framin á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað