fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. september 2020 15:00

Páll Stefánsson, skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. september árið 1970 fórst Fokker Friendship flugvél Flugfélags Íslands í Færeyjum. Átta manns létu lífið í slysinu. Páll Stefánsson, aðstoðarflugmaður vélarinnar, ræddi um slysið í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Flugvélin fór af stað tveimur sólarhringum of seint vegna veðurs en lagði að lokum stað frá Noregi. Þegar flugvélin hafði flogið í um tvær klukkustundir var kominn tími til að lenda. Þá var mikil þoka og skyggnið var afar slæmt. Eftir að Bjarni Jensson, flugstjóri vélarinnar, hafði reynt að lenda vélinni í um hálftíma hrapaði vélin í hlíðar fjallsins Knúks. Bjarni lést í slysinu ásamt sjö færeyskum farþegum.

Páll segir að það hafi verið ótrúleg heppni að hann hafi bjargast þrátt fyrir að hafa „slasast mikið og verið næstum dáinn“. „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir skilst mér,“ segir Páll og lýsir því hvernig honum leið eftir slysið. Hann fann fyrir miklu þakklæti þegar hann gerði sér grein fyrir því. hve heppinn hann var. „Það er sterkasta hamingjutilfinning sem ég hef fundið fyrir.“

„Hvorki í þetta skipti né önnur“

Páll man ekki eftir brotlendingunni, hann man aðeins eftir því að hafa farið í flugvélina. Þegar rannsóknarnefnd danskra yfirvalda kom til Íslands til að rannsaka málið var Páli sagt að það væri eðlilegt að minningin um brotlendinguna væri ekki til staðar. „Þeir sögðu eftir að ræða við lækna að það væri fullkomlega eðlilegt að minnið vantaði þarna út af þessu höfuðhöggi.“

Aðspurður um það hvernig það var að fara aftur í flugvél og fljúga á ný segir Páll að það hafi gengið býsna með. Í fyrstu flugferðinni sem hann fór í eftir slysið var hann farþegi á leið til Hornafjarðar. „Það var mikil þoka í Hornafirði og það lá við að við yrðum að hætta við lendingu en það tókst samt,“ segir Páll. Hann segir þó að hann hafi ekki verið hræddur. „Hvorki í þetta skipti né önnur. Það hefur verið mér mikil gæfa því ég var mjög hræddur um að geta ekki flogið meir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni