fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson er ákærður fyrir að hafa af ásetning banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni þann 27. apríl 2019 í bænum Mehamn í Noregi. Réttarhöld eru nú hafin í Noregi en Gunnar Jóhann neitar að hafa ætlað sér að myrða bróður sinn en hefur játað manndráp af gáleysi.

Málið er sannkallaður fjölskylduharmleikur en Gísli og Gunnar voru bæði bræður og bestu vinir.

Gunnar Jóhann hafði áður komist í kast við lögin. Á Íslandi hafði hann hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, fyrir alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, rán, þjófnað, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, ölvunarakstur og fíkniefnabrot svo eitthvað sé nefnt.

Skömmu áður en að harmleikurinn í Noregi átti sér stað hafði Gunnar komist að því að Gísli bróðir hans var kominn í samband við konu að nafni Elena Undeland. Elena var Gunnari ekki ókunnug, enda eiga þau tvö börn saman.

Þá fauk í Gunnar og hann hóf að áreita bróður sinn og barnsmóður svo mikið að þau fengu gegn honum nálgunarbann. Það var svo þann 27. apríl að Gunnar afréð, eftir mikla drykkju, að fara heim til hálfbróður síns, vopnaður haglabyssu.

Þar tókust bræðurnir á sem endaði með því að Gunnar skaut Gísla í lærið. Skotið hæfði slagæð og blæddi Gísla út.

Tilkynning um skotið barst Neyðarlínu klukkan að ganga sex um morguninn. Lögreglan þurfti að vopnast áður en lagt var af stað og sótti vakthafandi lækni. Lögregla var mætt rétt eftir kl. sex. Þá var Gísli úrskurðaður látinn á staðnum.

Skömmu eftir verknaðinn játaði Gunnar brotið í færslu á Facebook þar sem hann skrifaði:

Fyrirgefið mér, en ég get ekki lifað með það vitandi að, Guðfaðir sonar míns, minn besti maður í giftingunni minni, og ég skýrði son minn í höfuð hans, það réttlætir ekki neitt hvað ég gerði, en sársaukinn og hjartað mitt var brotið það mikið að ég framdi svívirðilegan glæp sem mun elta mig alla ævi. En þetta átti ekki að fara svona en þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af.

Gunnar hefur haldið því fram frá því að harmleikurinn átti sér stað að um manndráp af gáleysi hafi verið að ræða. Hann hafi aðeins ætlað að ógna og hóta bróður sínum, en ekki myrða hann.

Ákæruvaldið í Noregi er á öðru máli. Þykja hótanir og áreiti Gunnars í garð Gísla og unnustu hans í aðdraganda harmleiksins benda til að um ásetning hafi verið að ræða. Einnig er Gunnar ákærður fyrir brot á nálgunarbanni, húsbrot, nytjastuld, akstur undir áhrifum og hótanir.

Þess má geta að systir bræðranna, Heiða Þórðar, sem var í mjög góðu sambandi við þá báða, telur að um slys hafi verið að ræða en ekki ásetning.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd