fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ferðaskrifstofu gert að endurgreiða hálfa Kanaríferð vegna Covid

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 16:05

Kanaríeyjar, Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða viðskiptavini sínum helming upphæðar sem greidd var fyrir ferð til Kanarí, sem þurfti að stytta vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í upphafi árs. Upphæðin sem um ræðir er 156.250 krónur.

Forsaga málsins er sú að viðskiptavinurinn keypti pakkaferð til Kanarí. Innifalið var flug fram og til baka, gisting í tvær vikur, akstur frá flugvelli og hálft fæði. Samtals kostaði pakkinn 312.500 krónur. Ferðin hófst 13. mars 2020. Fjórum dögum síðar barst ferðalanginum símtal frá ferðaskrifstofunni sem tilkynnti honum að hann ætti flug heim 18. mars vegna „þeirra fordæmulausu aðstæðna sem sköpuðust við útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins.“ Þá var honum sagt að hann ætti ekki annarra kosta völ en að þiggja þetta flug heim. Enn fremur var honum sagt að hótelið sem hann væri að gista á væri að loka vegna útgöngubanns á Spáni og sagðist ferðaskrifstofan ekki geta ábyrgst að hann kæmist yfir höfuð heim þar sem flug væru að leggjast af.

Tveim dögum eftir heimkomu hafði ferðalangurinn samband við ferðaskrifstofuna og krafðist endurgreiðslu vegna þeirra níu daga sem hann gat ekki nýtt. Ferðaskrifstofan hafnaði í upphafi kröfu ferðalangsins. Eftir ítrekanir fékk ferðalangurinn loks svar frá ferðaskrifstofunni þar sem upphaflegri höfnun var endurtekin. Bar ferðaskrifstofan fyrir sig að um björgunarflug hafi verið að ræða og þar sem að landamæru hefðu verið að lokast. Var ferðalanginum boðin inneign hjá ferðaskrifstofunni að fjárhæð 80.000 krónur.

Niðurstaðan kærunefndarinnar var að endurgreiða ætti ferðalanginum, sem fyrr segir, helming ferðarinnar.

Úrskurður hafi líklega fordæmisgildi

Neytendasamtök vöktu athygli á úrskurði kærunefndarinnar og segja hann líklega fordæmisgefandi fyrir þá hundruð ferðamanna sem neyddust til að stytta ferðalög sín af völdum Covid-19 faraldursins og hafa ekki fengið bætur vegna þess. Benda samtökin á að umræddur ferðalangur var félagsmaður í Neytendasamtökunum og hvetja félagsmenn sína í sambærilegum sporum til að hafa samband við samtökin og fá nánari upplýsingar og/eða aðstoð.

Samkvæmt lögum verður nafn ferðaskrifstofunnar ekki opinberað af kærunefndinni nema ferðaskrifstofan uni ekki úrskurðinum og endurgreiði ekki ferðalanginum. Fari svo, verður ferðaskrifstofan nafngreind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“