fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Verk og vit frestað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 12:56

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningunni Verk og vit sem átti að fara fram í október í  haust hefur verið frestað fram í apríl á næsta ári vegna aðstæðna í samfélaginu sem kórónuverufaldaurinn veldur. Fréttatilkynning um málið frá aðstandendum sýningarinnar er eftirfarandi:

 

„Sýningunni Verk og vit frestað til vors

Vegna samkomutakmarkana sem nú eru í gildi og í ljósi þeirrar þróunar sem seinni bylgja heimssfaraldursins Covid-19 veldur, hefur framkvæmdaraðili sýningarinnar Verk og vit, að höfðu samráði við samstarfsaðila, ákveðið að fresta sýningunni sem halda átti í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 15.-18. október fram til 15.-18. apríl 2021.

Samkvæmt núgildandi reglum heilbrigðisráðherra eru fjöldatakmarkanir miðaðar við 100 manns. Það er viðbúið að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi. Reglurnar eru almennt gefnar út til tveggja vikna í senn en ljóst er að sýningarhaldari og sýnendur þurfa lengri tíma til að undirbúa sýninguna.

Verk og vit hefur skipað sér sess sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans en á síðustu Verk og vit sýningu 2018 var sett aðsóknarmet en þá sóttu um 25.000 manns sýninguna þar sem yfir hundrað sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu.

Fagsýning eins og Verk og vit er mikilvægur vettvangur fyrir byggingariðnaðinn. Sýningin felur í sér tækifæri fyrir fagaðila, innlenda jafnt sem erlenda, að kynna vörur sínar og þjónustu og til að styrkja tengslanetið. Verk og vit hefur þannig skipað sér mikilvægan sess hjá fagaðilum til að hittast og mynda viðskiptasambönd að sögn Áslaugar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra AP almannatengsla, sem er framkvæmdaaðili sýningarinnar.

Áslaug segist sannfærð um að sýningin Verk og vit 2021 muni verða ein sú mikilvægasta hingað til. Með samstilltu átaki og samstarfi verði vörn snúið í sókn. Í vor verði án efa góður tími til að sækja fram og þétta raðirnar og fara yfir verkefnin sem framundan eru.

Meðal sýnenda á Verk og vit eru meðal annars byggingarverktakar, verkfræðistofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafafyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitarfélög.

AP almannatengsl er framkvæmdaaðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð