fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

2020 heldur áfram að koma á óvart – Matvælastofnun varar við afrískri svínapest

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 09:38

mynd/MAST

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varaði í gær við afrískri svínapest og sagði það mikilvægt að komið yrði í veg fyrir að hún bærist til landsins.

Í tilkynningu MAST segir að afrísk svínapest sé bráðsmitandi drepsótt sem dreifst hefur með villtum svínum um Asíu, Afríku og Evrópu. Ekki er hægt að meðhöndla sjúkdóminn og engin bólusetning er til. Veiran er ekki hættuleg fyrir önnur dýr en svín en þeim veldur veiran „þjáningum og dauða,“ og hefur því alla burði til þess að valda gríðarlegu tjóni fyrir svínabú og bændur.

Veiran berst með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum og farartækjum, búnaði og fatnaði sem við hafa í návist sýkra dýra. Ferðamenn geta borið veiruna á milli landa og birtir því MAST eftirfarandi tilmæli til ferðamanna:

  • Ekki hafa meðferðis matvörur sem innihalda svínakjöt, eins og skinku og pylsur
  • Ef þú ert með þessar matvörur, verður þú að framvísa þeim í tollinum (eins og gildir um allar dýraafurðir frá löndum utan EES)
  • Ef þú ferð í göngu, lautarferð eða jafnvel á veiðar, forðastu alla snertingu við svín og ekki láta nein dýr komast í matarafgangana þína
  • Og gleymdu ekki að þvo skóna þína vel áður en þú ferð heim

Á síðustu tíu árum hefur veiran komið upp í svínum í Eystrasaltslöndunum, Portúgal, Belgíu, Úkraínu, Hvíta- Rússlandi, Búlgaríu, Slóvakíu og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár