fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Joe Biden formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 04:39

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden var í nótt, að íslenskum tíma, formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á þingi flokksins. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fer þingið að mestu fram á netinu. Biden er til dæmis heima hjá sér í Delaware og ávarpaði þingfulltrúa þaðan.

„Takk öll sömul. Þetta skiptir öllu fyrir mig og fjölskyldu mína. Við sjáumst á fimmtudaginn.“

Sagði hinn 77 ára Biden.

Michelle Obama, eiginkona Barack Obama fyrrum forseta, var meðal þeirra sem ávörpuðu þingið á fyrsta degi þess og í gær var röðin komin að Bill Clinton, fyrrum forseta, að ávarpa þingið. Eins og Obama veittist hann að Donald Trump, forseta, og viðbrögðum hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Á tímum sem þessum ætti skrifstofa forsetans að vera stjórnstöð. Þess í stað er hún miðpunktur óveðursins. Það ríkir ekkert nema ringulreið. Það er aðeins eitt sem breytist aldrei – það hversu fast hann stendur við að taka ekki ábyrgð og varpa sökinni á aðra.“

Sagði Clinton.

Þinginu lýkur á morgun og þá verður hápunkturinn þakkarræða Joe Biden fyrir að hafa verið útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri