fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

Fókus
Laugardaginn 8. ágúst 2020 09:45

Anna Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri er komin á eftirlaun og skrifar skemmtilega pistla frá Tenerife þar sem hún býr nú. Hún hugsar ávallt hlýlega til þeirra skipa sem hún starfaði á yfir ævina. Hún segir tvö skip bera af og hún geti ekki gert upp á milli þeirra, Álafoss og Vestmannaey VE54. Þau hafi verið gjörólík en á báðum verið góður og skemmtilegur mannskapur

 

1 Álafoss

Álafoss sem var smíðaður í Danmörku 1978 og í rekstri hjá Eimskip frá 1980 til ca. 1989, en er núna aðallega í förum á milli hafna við Svartahaf.

2 Vestmannaey VE-54

Vestmannaey sem var smíðuð í Japan 1972 en seld til Argentínu um 2006 og gerð út þaðan eftir það.

3 Bakkafoss (II)

Skipið var smíðað 1970 og fór í brotajárn um 2010. Var í rekstri hjá Eimskip frá 1974 til 1982. Þarna var ég um borð samtals í tvö ár í Ameríkusiglingum, aðallega til Bandaríkjanna.

4 Jón Þorláksson RE 204

Skipið smíðað í Englandi árið 1949 og fórst út af Suðausturlandi árið 1974. Hið einasta sem er markvert við það skip hvað mig varðar, er að þarna byrjaði ég til sjós árið 1966 og því mikilvægur hluti af lífsreynslunni.

5 Bakkafoss (I)

Smíðað 1958 en var í rekstri hjá Eimskip frá 1963 til 1974. Ég var þarna á milli bekkja í Vélskólanum og í fríum, erfitt skip og hæggengt. Samt var eitthvað svo skemmtilegt við skipið og það fær því að vera með á listanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni