Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi greindust með COVID-19 í dag. Alls voru það átta sem greindust í bæjarfélaginu, en áttundi aðilinn tengist umræddum hóp. Frá þessu greinir Fréttablaðið, Fram kemur að Kamilla Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Landlækni og staðgengill sóttvarnarlæknis staðfesti þetta.
„Það er verið að fara mjög vandlega ofan í saumana á ferðum allra þessa einstaklinga síðustu tvær vikur. Til þess að freista þess að finna sameiginlega fleti milli þessa einstaklings sem var ekki með neina ferðasögu og svo þessa hóps þar sem það voru einhverjir með ferðasögu. Við göngum út frá því að þeir [sem voru með ferðasögu] hafi smitast hér innanlands líka þrátt fyrir að vera nýkomnir erlendis frá,“
Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að smitin séu bundin bara við Akranes.