fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Afar umdeilt atvik á Akureyri: „Alveg með ólíkindum og eiginlega ófyrirgefanleg ákvörðun“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 10:59

Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA og KR áttust við í gær og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. KA náði þó að skora í leiknum en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi markið af og hefur ákvörðunin verið gríðarlega umdeild í netheimum eftir leikinn.

Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga, sagði í viðtali eftir leikinn að hann vissi ekki á hvað hafi verið dæmt. „Kiddi (Kristinn Jónsson) fékk engin skilaboð um hvað hann ætti að gera og leggur boltann til baka á mig. Hann boppar aðeins illa og ég hitti hann illa,“ segir Beitir í viðtalinu. „Í augnablikinu á eftir þegar ég er að fara að reyna að verja frá Guðmundi Stein rekst ég í KA-mann held ég. Ég hleyp á hann eða hann hleypur á mig og það getur vel verið að hann hafi dæmt brot á það. Ég veit það ekki.“

„Það var talað um í frábærum podcast þætti Doc fyrir dálitlu síðan að sumir dómarar kunni ekki reglurnar. Ekki mun sú umræða minnka eftir atvikið á Akureyri,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Guðnason, einnig þekktur sem Rikki G, á Twitter síðu sinni í gær. „Alveg með ólíkindum og eiginlega ófyrirgefanleg slík ákvörðun. Rangstaða dæmd þegar markvörður kixar boltann.“

Ásgeir nokkur svarar Rikka og segir honum að skoða atvikið aðeins nánar. „Mögulega besti dómur sumarsins,“ segir Ásgeir. Rikki svarar Ásgeiri þá og segir markvörð KR-inga hafa verið í engu jafnvægi. „Þó þeir rekist saman er það ekki Ásgeiri að kenna frekar en Beiti. Beitir vissi ekki einu sjálfur hvað var dæmt á. Í mínum bókum alltaf mark.“

Birkir Örn Pétursson, stuðningsmaður KA, bendir á að Ívar hafi einnig dæmt leik FH og KA sem fór fram í síðustu umferð. Í upphafi síðari hálfleiks þess leiks kom Guðmundur Steinn boltanum í netið en Ívar dæmdi markið ógilt vegna brots á Gunnari Nielsen markmanni FH í aðdragandanum. „Við KA menn erum ekki aðdáendur hans Ívars þessa stundina!“ segir Birkir.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir í samtali við Fótbolti.net að þegar horft er á atvikið í endursýningu sjáist að um réttan dóm sé að ræða „Ásgeir er í rangstöðu og hefur áhrif á Beiti með því að fara í hann. Með því að fara í Beiti þá truflar það hann. Þannig að þetta er hárrétt ákvörðun. Rangstaða,“ sagði Þóroddur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“