Fjölmennt lið leitar að henni en björgunarsveitir allt frá Siglufirði austur til Húsavíkur voru kallaðar út til leitar í gærkvöldi og hófst leit um miðnætti. RÚV skýrir frá þessu.
Lögreglan segir líklegt að Ílóna hafi verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur í gærkvöldi. Lögreglan biður fólk, sérstaklega þá sem voru á þessari leið á milli klukkan 19.20 og 21.00 í gærkvöldi og hittu Ílónu mögulega að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.