fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Afkastamiklir glæpamenn – Fölsuðu 233 milljónir evra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 07:01

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla á Ítalíu, í Belgíu og Frakklandi handtók í síðustu viku 44 í umfangsmikilli aðgerð. Hinir handteknu eru taldir tilheyra glæpagengi sem er talið hafa prentað falsaða evruseðla að verðmæti 233 milljónir evra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópulögreglunni Europol. Þetta er stærsta mál þessarar tegundar sem Evrópulögreglan hefur fengist við. Handtökurnar áttu sér allar stað á Ítalíu. Í tengslum við málið hefur lögreglan lagt hald á 50 fasteignir, tvær landareignir, 12 bíla, lúxussnekkju og 8 milljónir evra á 22 bankareikningum.

Talið er að glæpagengið hafi starfað í um 20 ár og hafi á þeim tíma prentað rúmlega þrjár milljónir peningaseðla og komið þeim í umferð. Þetta er um 25 prósent af öllum þekktum fölsuðum evru seðlum.

Rannsókn málsins hófst fyrir þremur árum þegar lögreglan í bænum Benevento á Ítalíu lagði hald á falsaða 50 evru seðla. Seðlarnir voru mjög vel úr garði gerðir og var ljóst að þeir höfðu verið gerðir af fagmönnum sem höfðu aðgang að hátæknibúnaði. Höfuðpaurinn er sagður hafa stundað peningafals í rúmlega 20 ár.

Europol segir að glæpagengið tengist skipulögðum glæpasamtökum á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Pressan
Í gær

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar