fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Repúblikanir í vandræðum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 20:45

Kosið verður um 35 sæti af 100 í nóvember næstkomandi. Mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir hafa leikið Donald Trump grátt undanfarnar vikur. Vegur þar þyngst viðbragðsleysi forsetans og ríkisstjórnar hans við Covid-19 faraldrinum sem og viðbrögð hans við spennu í bandarísku samfélagi vegna morðsins á George Floyd og kynþáttaólgunar sem af því spratt.

Eitthvað stórkostlegt þarf að eiga sér stað til þess að Donald Trump takist að snúa vörn í sókn og halda velli í kosningunum í nóvember á þessu ári. Hinsvegar hafa atburðir á árinu 2020 og maðurinn sjálfur, Donald Trump, sýnt að ekkert er ómögulegt og aðrir bent á að Donald hafi notið sín best sem ábyrgðarlaust ólíkindatól í kosningabaráttunni 2016. Hugsanlegt sé að hann komist upp með að leika það hlutverk eftir í þessari baráttu, þrátt fyrir að vera sitjandi forseti.

En vandamál Repúblikana takmarkast ekki eingöngu við forsetann og baráttuna um Hvíta húsið, því nú eru skoðanakannanir farnar að sýna hættumerki fyrir flokkinn í öldungadeildarkosningunum sem fram fara samtímis forsetakosningunum. Í dag eru Repúblikanir með 53 sæti af 100 í öldungadeildinni. Kosið er á tveggja ára fresti um þriðjung sætanna í deildinni, og því er kosið um 33 sæti í nóvember næstkomandi. Til viðbótar verður kosið um sæti þingmannanna John McCain, sem lést á kjörtímabilinu, og Johnny Isakson sem sagði af sér. Af þessum 35 sætum sitja Repúblikanar á 23 af þeim og eiga því bláir Demókratar til meira að vinna en þeir rauðu.

Átti ekki að geta gerst

Yfirburðir Repúblikana áttu að vera augljósir og tryggðir. Aðeins 2 af 35 sætum sem kosið er um nú eru í ríkjum sem Demókratar unnu í forsetakosningunum 2016. Hinsvegar er það forskot Trump og Repúblikana löngu horfið og Demókratar nú að mælast með yfirburði í ríkjum sem áttu hreinlega ekki að geta klikkað fyrir Repúblikanana. Ríki eins og Arizona, Colorado, Iowa og meira að segja hið eldrauða Montana eru öll líkleg til þess að snáu rauðu í blátt.

Hvernig sem skoðanakönnunum líður, er ljóst að Demókratar þurfa einungis að sínir sitjandi þingmenn haldi velli og sigra fjóra sitjandi þingmenn Repúblikana til þess að hefja nýtt kjörtímabil með meirihluta í öldungadeildinni. Má þá búast við að Demókratar nái Hvíta húsinu, efri deild og neðri deild þegar nýtt kjörtímabil hefst 20. janúar 2021.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd