fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listi Einars Hermannssonar varð ofaná í kosningum á aðalfundi SÁÁ rétt í þessu. Það voru 490 atkvæði greidd. Mótframbjóðandi Einars var Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður samtakanna.

Listi stuðningsmanna Einars hafði betur bæði í kosningu í stjórn og í varastjórn. Samkvæmt heimildum DV var Einar með um það bil 280 atkvæði af þessum 490.

Kosningarnar eru þannig að á fundinum kjósa fundargestir milli tveggja lista af mögulegum stjórnarmeðlimum sem formannsframbjóðendurnir leggja til. Eftir fundinn kýs stjórnin síðan formann. Á hverjum aðalfundi eru kosnir 16 inn í aðalstjórnina þar sem alls eru 48 manns.

Nokkrar þjóðþekktar manneskjur eru á lista Einars og eru því komin í stjórn SÁÁ. Þar má nefna Frosta Logason, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Frosti var atkvæðahæstur í kosningunum.

Aðdragandi kosninganna hefur verið erfiður, en hann hefur einkennst af átökum á milli stuðningsmannahópanna.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem áður hafði lýst yfir stuðningi við Einar, tjáði sig um úrslit kosningana í við blaðamann DV:

“Mjög ánægður með niðurstöðuna, en það má aldrei gleyma frumkvöðlastarfsemi Þórarins, aldrei gleyma því.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd