fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listi Einars Hermannssonar varð ofaná í kosningum á aðalfundi SÁÁ rétt í þessu. Það voru 490 atkvæði greidd. Mótframbjóðandi Einars var Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður samtakanna.

Listi stuðningsmanna Einars hafði betur bæði í kosningu í stjórn og í varastjórn. Samkvæmt heimildum DV var Einar með um það bil 280 atkvæði af þessum 490.

Kosningarnar eru þannig að á fundinum kjósa fundargestir milli tveggja lista af mögulegum stjórnarmeðlimum sem formannsframbjóðendurnir leggja til. Eftir fundinn kýs stjórnin síðan formann. Á hverjum aðalfundi eru kosnir 16 inn í aðalstjórnina þar sem alls eru 48 manns.

Nokkrar þjóðþekktar manneskjur eru á lista Einars og eru því komin í stjórn SÁÁ. Þar má nefna Frosta Logason, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Frosti var atkvæðahæstur í kosningunum.

Aðdragandi kosninganna hefur verið erfiður, en hann hefur einkennst af átökum á milli stuðningsmannahópanna.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem áður hafði lýst yfir stuðningi við Einar, tjáði sig um úrslit kosningana í við blaðamann DV:

“Mjög ánægður með niðurstöðuna, en það má aldrei gleyma frumkvöðlastarfsemi Þórarins, aldrei gleyma því.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“