Það er ekki óalgengt að það rigni hressilega á þjóðhátíðardaginn, 17 júní. Í dag er hins vegar ansi gott veður en lítil sem engin dagskrá sökum Covid-19. Sóttvarnarlæknir hefur beðið landsmenn að skemmta sér með snyrtilegra móti og ekki í stórum hópum. Dregið hefur verið töluvert úr skipulagðri dagskrá og hafa forsvarsmenn hátíðahaldanna einnig hvatt borgarbúa til að halda daginn hátíðlegan heima hjá sér með vinum og ættingjum.
Borgarbúar eru hvattir til að skreyta heimili sín með íslenska fánanum og gangandi vegfarendur í hverfunum eru hvattir til að reyna að koma auga á sem flesta fána. Veitt verða verðlaun verðlaun fyrir fjölda fána.
Árleg morgunathöfn á Austurvelli fór fram í morgun kl. 11 í blíðskaparveðri. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sáu nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flutti ávarp og skátar standa heiðursvakt. Því næst tók við skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Pawel Bartoszek , lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.