fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Lítið fjör í bænum – embættismenn svartklæddir í sólinni

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 12:08

Það er fámennt í miðborginni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki óalgengt að það rigni hressilega á þjóðhátíðardaginn, 17 júní. Í dag er hins vegar ansi gott veður en lítil sem engin dagskrá sökum Covid-19. Sóttvarnarlæknir hefur beðið landsmenn að skemmta sér með snyrtilegra móti og ekki í stórum hópum. Dregið hefur verið töluvert úr skipulagðri dagskrá og hafa forsvarsmenn hátíðahaldanna einnig  hvatt borgarbúa til að halda daginn hátíðlegan heima hjá sér með vinum og ættingjum.

Borgarbúar eru hvattir til að skreyta heimili sín með íslenska fánanum og gangandi vegfarendur í hverfunum eru hvattir til að reyna að koma auga á sem flesta fána. Veitt verða verðlaun verðlaun fyrir fjölda fána.

Árleg morgunathöfn á Austurvelli fór fram í morgun kl. 11 í blíðskaparveðri. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sáu nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flutti ávarp og skátar standa heiðursvakt. Því næst tók við skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Pawel Bartoszek , lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.

 

Dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var við athöfnina.
Forsetisráðherra Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”