Tveir Rúmenar af þeim þremur sem lýst var eftir í gær eru fundnir. Vísir greinir frá.
Lögreglan lýsti eftir þremur rúmenskum karlmönnum í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni.
Sjá einnig: Lögreglan lýsir eftir rúmenskum karlmönnum – mögulega smitaðir af COVID-19
Mennirnir komu til landsins fyrir fimm dögum í sex manna hópi. Þrír þeirra hafa þegar verið handteknir vegna gruns um þjófnað og kom í ljós að tveir þeirra voru með virk COVID-19 smit.
Í kjölfarið voru fjórtán lögreglumenn settir í sóttkví. Tveir lögreglumenn til viðbótar hafa verið settir í sóttkví og eru nú samtals sextán, þar af ellefu hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Sjá einnig: Fjórtán lögreglumenn í sóttkví