fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Var draugur í herberginu með Baldvini? „Þá fara hlutir að fljúga um herbergið“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er efasemdarmaður og trúi ekki á neitt svona en það fljúga hlutir um herbergið þegar ég er að fara út í hluti sem ég ætti ekkert að vera segja frá,“ segir Baldvin Z. Leikstjóri heimildarmyndarinnar um Reyni sterka, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Þar greinir Baldvin frá yfirnáttúrulegum hlutum sem áttu sér stað við tökur á myndinni um Reyni sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Í myndinni er meðal annars rætt við Lindu Björgu, dóttur Reynis, sem Baldvin segir að sé „rammgöldrótt“ eins og faðir hennar.

Baldvin rifjar upp að hann hafi ætlað að spyrja hana ákveðinna spurninga og þegar hann bar eina slíka upp hafi undarlegir hlutir gerst. Tökumaðurinn Jóhann Máni Jóhannsson hafi tekið eftir því að öll ljós hafi slokknað á óútskýrðan hátt, rafhlöðurnar hafi tæmst og takan í raun eyðilagst.

Viðtalið var því tekið aftur og segir Baldvin að Linda hafi sagt að faðir sinn væri kominn í herbergið. „…og við ákváðum að taka viðtal við hann – svona fyrst hann var kominn. Þegar ég fer svo að tala aftur við Lindu og segja henni frá hlutum sem höfðu gerst í ferlinu þá fara hlutir að fljúga um herbergið – og þetta sést í myndinni,“ segir Baldvin sem bætir við að hann, Jóhann og hljóðmaðurinn hafi verið í hálfgerðu losti eftir þetta.

Baldvin segir að Linda hafi fengið þau skilaboð frá föður sínum, þegar verið var að klippa myndina, að hann væri sáttur við hana og ætlaði að hætta að skipta sér af.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna