fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Blóðsonur Tryggva Rúnars krefst 85 milljóna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 08:00

Tryggvi Rúnar Leifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, krefst 85 milljóna í bætur frá ríkinu á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Staðfestir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að krafan hafi verið og móttekin og vísað til setts ríkislögmanns til skoðunar en henni er beint að forsætisráðherra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Arnar Þór, sem er fæddur 1973, hafi verið tveggja ára þegar Tryggvi var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Tryggvi losnaði úr fangelsi 1981 þegar Arnar Þór var á áttunda ári. Hann var ættleiddur tólf ára gamall árið 1985.

774 milljónir hafa verið greiddar í bætur þremenninganna sem voru sýknaðir og eru á lífi og til aðstandenda Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars sem báðir eru látnir.

Lögin kveða á um að greiða skuli bætur til sýknaðra, sem eru á lífi, og á sama grundvelli skuli greiða mökum og börnum hinna látnu bætur. Samkvæmt erfðalögum fellur erfðaréttur niður við ættleiðingu en í fyrrnefndum lögum er ekki minnst á rétt erfingja heldur eftirlifandi maka og barna.

Fréttablaðið segir að í kröfu Arnars Þórs komi fram að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og að hann hafi ekki fengið greiddar bætur vegna frelsissviptingar föður hans.  Upphæð kröfunnar byggir á að eftirlifandi eiginkona Tryggva Rúnars og dóttir, sem Tryggvi ættleiddi, hafi fengið 85 milljónir í bætur og því krefst Arnar Þór sömu upphæðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar