Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, hvetur félagið til að kaupa Caglar Soyuncu frá Leicester City.
Soyuncu er 24 ára gamall varnarmaður en hann spilaði frábærlega áður en tímabilið var stöðvað.
,,Ég er sammála meirihluta knattspyrnuaðdáenda. Caglar Soyuncu stóð sig best á Englandi á eftir Virgil van Dijk,“ sagði Gundogan.
,,Hann er mjög góður strákur. Ég elska hann. Hann skilur fótboltann vel og er flottur karakter.“
,,Frammistöður hans fyrir Leicester og Tyrkland hafa verið góðar. Ég vona að við getum séð hann á betri stað.“
,,Hann er fyrsta tyrknenska nafnið sem kemur upp í hugann sem ég vil sjá hjá Manchester City.“