Nú er búið að flauta til leiksloka í sjö leikjum í Mjólkurbikar karla en fyrsta umferð keppninnar hélt áfram í dag.
Líklega skemmtilegasti leikur umferðarinnar til þessa fór fram í Kórnum þar sem Ísbjörninn og Björninn áttust við.
Björninn hafði betur í þeim leik 5-4 eftir framlengingu og vantaði ekkert upp á dramatíkina.
Hólmar Örn Rúnarsson, goðsögn Keflavíkur og fyrrum atvinnumaður, skoraði þá tvö mörk fyrir Víði í 5-1 sigri á KFB. Hjörtur Júlíus Hjartarson var einnig á skotskónum í sigri SR.
Hér má sjá úrslitin.
Samherjar 3-0 Nökkvi
1-0 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson
2-0 Ágúst Örn Víðisson
3-0 Ágúst Örn Víðisson
KFB 1-5 Víðir
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson
0-2 Guyon Philips
0-3 Hólmar Örn Rúnarsson
0-4 Birkir Blær Laufdal Kristinsson
0-5 Aron Björn H Steindórsson (sjálfsmark)
1-5 Markaskorara vantar
Ísbjörninn 4-5 Björninn (Eftir framlengingu)
1-0 Þorlákur Ingi Sigmarsson(víti)
1-1 Daníel Þór Ágústsson
1-2 Júlíus Orri Óskarsson
2-2 Ronald Andre Olguin(víti)
3-2 Orats Reta Garcia
3-3 Júlíus Orri Óskarsson
4-3 Milos Bursac
4-4 Júlíus Orri Óskarsson(víti)
4-5 Jóhann Þórðarson
Tindastóll 2-1 Kormákur/Hvöt
0-1 Hilmar Þór Kárason
1-1 Hjörleifur Hafstað Arnórsson
2-1 Luke Morgan Conrad Rae
SR 2-0 Uppsveitir
1-0 Jón Kaldal
2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stokkseyri 2-0 Afríka
1-0 Örvar Hugason
2-0 Eyþór Gunnarsson
KFR 0-2 GG