Alfreð Finnbogason kom við sögu í Þýskalandi í dag er lið Augsburg spilaði við Köln.
Meiðsli hafa sett strik í reikning Alfreðs á þessu tímabili og hefur hann takmarkað náð að spila.
Okkar maður fékk 14 mínútur í 1-1 jafntefli í dag en leikið var á heimavelli Köln.
Alfreð kom inná fyrir Florian Nierelechner á 76. mínútu þegar staðan var enn markalaus.
Anthony Modeste kom Köln yfir á 85. mínútu og þremur mínútum seinna jafnaði Philipp Max fyrir heimamenn.