Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um tvo leikmenn sem hafa oft verið orðaðir við félagið.
Leikmennirnir eru þeir Kai Havertz og Timo Werner en þeir spila báðir í Þýskalandi.
Werner er framherji RB Leipzig en virðist vera búinn að ná samkomulagi við Chelsea.
Havertz er einn efnilegasti leikmaður heims en hann er samningsbundinn Bayer Leverkusen.
,,Það eru margir frábærir leikmenn á þessari plánetu. Timo Werner er frábær leikmaður sem og Kai Havertz,“ sagði Klopp.
,,Það þarf hins vegar allt að smella saman. Fyrir sex eða sjö vikum vissum við ekki hvort við myndum spila aftur á árinu.“