Paul Pogba mun ekki labba beint inn í byrjunarlið Manchester United þegar enska deildin hefst aftur.
Þetta segir Paul Scholes, goðsögn liðsins, en Pogba hefur lítið spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
Hann verður þó klár þegar flautað verður aftur til leiks en gæti þurft að byrja á bekknum.
,,Paul þarf að vinna aðeins fyrir því að komast aftur í liðið,“ sagði Scholes.
,,Fyrir hléið þá verður að segjast að Nemanja Matic, Scott McTominay og Fred voru að spila vel á miðjunni.“
,,Þetta verður ekki svo auðvelt fyrir Paul. Hann þarf að vinna fyrir sínu sæti en við vitum öll hvað í honum býr.“