fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Pressan

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 06:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildamynd frá Netflix, segir fyrrum starfsmaður barnaníðingsins Jeffrey Epstein að Bill Clinton, fyrrum forseti, hafi heimsótt níðinginn. Heimildamyndin ber heitið Jeffrey Epstein: Filthy Rich.

Daily Mail skýrir frá þessu. Sá sem skýrir frá þessu heitir Steve Scully en hann bar ábyrgð á síma- og nettengingum á eyjunni Little St. James í Karabískahafinu en Epstein átti hana. Scully segist hafa séð Clinton þar.

„Maður segir við sig sjálfan að maður sé ekki viss og hafi eiginlega ekki séð neitt en það er bara hagræðing á sannleikanum.“

Jeffrey Epstein, sem fyrirfór sér á síðasta ári þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í New York, átti á ævi sinni í kynferðislegu samneyti við fjölda kvenna og segja margar þeirra að hann hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi.

Af þessum sökum lyfta margir brúnum þegar þeir heyra að Bill Clinton hafi verið í slagtogi við Epstein. Clinton neitar að hafa heimsótt eyjuna en hefur viðurkennt að hafa flogið í einkaflugvél Epstein. Hann hefur þó ekki tjáð sig um frásögn Scully.

Ekki kemur fram hvenær Clinton á að hafa heimsótt eyjuna og engar ásakanir hafa verið settar fram á hendur honum um barnaníð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni

Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby

Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kíktu í myndavélina og trúðu ekki eigin augum þegar þau sáu hvað sendillinn gerði

Kíktu í myndavélina og trúðu ekki eigin augum þegar þau sáu hvað sendillinn gerði