fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Konan sem passaði Flóru: Vissulega geta orðið slys

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 23:50

Papiliontíkin Flóra sem Kristján leitar að. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vissulega geta orðið slys og hundar tapað lífi sínu. Það er ótrúlega sorgmætt,“ segir kona sem Kristjón Kormákur Guðjónsson telur ljúga til um dauða tíkur sonar hans. „Að þurfa að taka mál til hæstu hæða í fjölmiðlum með nafni, heimilisfangi og hótunum segir kannski mest um manninn sjálfan. Áhugavert að sonurinn hefur ekki deilt frétt föður síns. Því miður hafa fjölmiðlar ekki mátt til að endurheimta líf þó nóg sé fjallað um dauða, og það er þannig líka í þessu tilfelli. Votta samúð og óska þeim feðgum alls hins besta.“ Þá bætir hún við: „Það eru alveg mörg dæmi um að fólk hafi fyrirfarið sér eftir opinberar aftökur í fjölmiðlum en það er samt bara allt í lagi að setja svona bolta af stað?“

DV sagði frá því fyrr í kvöld að Kristjón Kormákur, ritstjóri hjá Fréttablaðinu og Hringbraut, birti  færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann greindi frá því að hundur sonar hans sé týndur.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 875 deilt færslunni.

Í færslunni segir Kristjón frá því að sonur hans, Gabríel, hafi eignast sinn besta vin – tíkina Flóru – eftir að hafa passað börn fyrir konu út á Austurlandi. Vegna húsnæðisaðstæðna gat hundurinn ekki dvalið hjá syni Kristjóns þangað til fyrir stuttu. Þá hafi sonurinn beðið um að fá Flóru aftur frá konunni, en fengið skilaboðin:

„Flóra varð fyrir bíl í morgun, hundagirðingin fauk aðeins til í rokinu í morgun og þau sluppu öll út, það var keyrt á Flóru, ég brunaði með hana til dýralæknis en hún dó hjá dýralæknum. Ömurlegt, ég er alveg í rusli yfir þessu.“

Í skilaboðum sem Kristjón sendi til konunnar í kvöld segir:

„Ef ekkert gerðist fyrir Flóru, skal ég koma að ná í hana. Ég skal jafnframt eyða út status um þetta allt saman og það verða engir frekari eftirmálar. Ef þú heldur þessu til streitu neyðist ég til að kæra þig fyrir þjófnað til lögreglu, einnig til síðarnefndar hrfí. Ef ég eyði mínum status þá hverfa allir hinir. Óska eftir svari sem fyrst. Eins og ég sagði, ef þú lætur mig fá Flóru, verða engir frekari eftirmálar.“

Bæði konan og Kristjón staðfesta við DV að hann hafi sent henni þessi skilaboð.

Tíkin Flóra og Kristjón.

Eins og Dv.is sagði frá fyrr í kvöld fannst Kristjóni og syni hans grunsamlegt að tíkin hafi orðið fyrir bíl í fáfarinni sveit, en konan býr nú á Norðurlandi.

„Gabríel var niðurbrotinn. Mér fannst þetta ekki trúverðugt í ljósi fyrri samskipta. Ég hringdi í alla dýralækna á Akureyri og á Húsavík og víðar. Enginn kannaðist við að hafa fengið smáhund inn á borð til sín eða sögu í þessa veru.

Ég hafði samband við lögreglu, engin tilkynning heldur á þeirra borði.“

Þá segir Kristjón að þeir hafi ekki getað fengið neitt vottorð frá dýralækni og að konan sé treg til að svara spurningum varðandi málið.

Færsla Kristjóns hefur vakið mikla athygli. Fjöldi manns hefur deilt frásögninni og ummælakerfið er logandi:

„Ömurlegt biðijð þessa konu um að vísa ykkur á líkamsleifarnar af Flóru ella kæra hana fyrir þjófnað ef hún getur það ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi