Brotist var inn hjá Dele Alli leikmanni enska landsliðsins og Tottenham í morgun. Tveir menn brutust inn hjá Alli og unnusta hans Rubby Maye þegar þau voru sofandi.
Tveir innbrotsþjófar héldu Alli föstum með hníf og var hann kýldur í andlitið. Hann slasaðist ekki alvarlega.
Eftir að hafa ógnað og hótað Alli og unnust hans tóku þjófarnir úr og dýrmæta skartgripi með sér.
Alli sem er 24 ára lét lögregluna strax vita en mikið af öryggismyndavélum eru á heimili hans í London. Alli og unnusta hans í áfalli.
Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur verið í einangrun heima hjá sér eins og aðrir í Bretlandi vegna kórónuveirunnar.
Innbrot á heimili stórstjarna í London eru regluleg en Alli er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn sem lendir í þessu.