Sheikh Mansour eigandi Manchester City hafði verið að rembast eins og rjúpan við staurinn við það að kaupa Liverpool árið 2008.
Það gekk ekki hjá Mansour sem ætlaði sér að eignast félag i ensku úrvalsdeildinni. Hann ákvað því að stökkva á tækifærið þegar honum stóð til boða að kaupa Manchester City.
Frá þeim tíma hefur Mansour gert City að stórveldi en Graeme Souness fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool greinir frá þessu.
Tom Hicks og George Gillett áttu Liverpool á þessum tíma og deilur þeirra á milli komu í veg fyrir að að salan gengi upp.
Mansour hefur dælt peningum í Manchester City en Liverpool er í harðri samkeppni við City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.