Chelea telur sig hafa sannfært Angel Gomes um að ganga í raðir félagsins frá Manchester United. Frá þessu segja ensk blöð.
Gomes er 19 ára gamall og hefur hafnað því að gera nýjan samning við United. Samningur hans við félagið er á enda í sumar.
Gomes hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og ku vera gríðarlegt efni.
Gomes er kant og miðjumaður sem hefur heillað marga hja United. Hann hefur hins vegar ekki fengið mörg tækifæri á þessari leiktíð.
Líklegt er að Gomes geti fengið betri laun hjá Chelsea en Barcelona hefur einnig sýnt honum áhuga.