Zlatan Ibrahimovic á von á sekt frá yfirvöldum í Svíþjóð fyrir að keyra um á Frerrari bíl sínum um götur Stokkhólms.
Bíllinn sem Zlatan keyrði er af gerðinni Ferrari Monza SP2 og kostaði tæpar 300 milljónir. Zlatan gaf sjálfum sér bílinn í afmælisgjöf á síðasta ári.
Það sem verra er, er að Zlatan gleymdi að skrá bílinn í kerfið í Svíþjóð og því taldist hann ólöglegur.
„Bíllinn hafði ekki verið skráður hérna, það má ekki keyra slíka bíla,“ sagði talsmaður yfirvalda.
Hann mátti aðeins keyra bíllinn styðust leið til skoðunnar en Zlatan rúntaði um á bílnum um götur Stokkhólms.