fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Illa farin kindahræ í hrönnum í Lónsöræfum – „Þetta er bara dýraníð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 15:54

Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hræðileg sjón að finna 14 dauðar kindur og uppétnar inn allt gljúfur,“ segir kona sem var í gönguhóp í Lónsöræfum fyrr í vikunni. Illa leikin kindahræ lágu þar meðal annars skammt frá ferðaskála.

Bændum á svæðinu er álasað fyrir að hafa sumir hverjir trassað að smala fénu í haust og megnið af því hafi drepist í vetur. Ofangreind ummæli eru í Facebook-hóp Ferðafélags Austur-Skaftfellinga og birtir konan myndir af kindahræjum. DV náði sambandi við einn bóndann sem játaði á sig vanrækslu við blaðamann.

Í umræðum er bent á erfitt sé að smala á svæðinu og þyrfti að notast við dróna við verkið.

Ónefndur aðili segir í samtali við DV: „Þetta er bara dýraníð,“ og er mjög harðorður. DV hefur ekki staðfestar heimildir fyrir hve mörg kindahræ eru í Lónsöræfum en sá aðili er ræddi við DV telur að þau gætu verið um 150. Eru þau frá nokkrum býlum.

DV hafði samband við Þorstein Sigjónsson, bónda í Bjarnarnesi, og telur hann sig hafa misst um 20 kindur á svæðinu. Hann viðurkennir að smala hefði átt fénu í haust: „Auðvitað. Þannig á að vinna verkin,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvers vegna það hefði ekki verið gert setti Þorstein þöglan í símanum stundarkorn uns hann sagði: „Það eru töluverðir erfiðleikar að eiga við þetta.“ Þorsteinn sagði að dauði fjárins væri töluvert tjón fyrir sig og málið allt bagalegt.

Málið er á borði hjá Matvælastofnun (MAST). Sendi hún bæjarráði Hornafjarðar erindi í byrjun apríl sem bókað var á fundi ráðsins:

„Eftirlegukindur á Lónsöræfum

Erindi dags. 1. apríl frá Matvælastofnun þar sem tilkynnt er að fjöldi fjár eru enn á Kollumúlasvæðiu á Lónsöræfum. Samkvæmt ábendingu er féð í mjög slæmu ástandi.“

Meðlimir í ferðafélaginu umrædda virðast telja að mestallt þetta fé hafi þegar verið dautt þegar MAST sendi frá sér erindið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“