Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton fékk nokkrar skemmtilegar spurningar frá heimasíðu félagsins.
Gylfi eins og aðrir sem eru búsettir í Englandi hefur í tæpa tvo mánuði dvalið heima hjá sér, útgöngubann er í landinu en slakað verður á því á morgun.
Gylfi kveðst hafa hlustað mest á Ricky Gervais og hlaðvarpsþátt sem hann heldur úti, þá hefur hann horft á Last Dance. Um er að ræða vinsæla þáttaröð á Netflix um ævintýri Chicago Bulls í NBA.
Þá hefur Gylfi lesið ævisögu Björgólfs Thor Björgólfssonar „Billions to Bust and Back“ sem kom út fyrir nokkrum árum.
Hann hefur svo horft á myndina The Irishman en hér að neðan má sjá samantekt um þetta.