Thierry Henry er besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildinnar ef marka má áhugamenn um leikinn fagra.
Lögð var fram spurning fyrir knattspyrnuáhugafólk í Bretlandi og það beðið um að velja besta sóknarmann í sögu deildarinnar.
Margir góðir kostir voru í boði en það var Henry sem vann með miklum yfirburðum. Alan Shearer var í öðru sæti og Wayne Rooney í í því þriðja.
Henry átti frábæran tíma með Arsenal áður en að hann gekk í raðir Barcelona.