fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Óttast að byrja aftur eftir að hafa séð ættingja láta lífið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City er hræddur við það að fara af stað í ensku úrvalsdeildinni. Deildin hefur verið í pásu í tvö mánuði vegna kórónuveirunnar.

Sterling hefur séð fólk í kringum sig missa ástvini i baráttu við veiruna sem hefur herjað hvað verst á England í Evrópu.

Enska úrvalsdeildin vonast til þess að fara af stað í júní en óvissa er með þau plön. „Nánir vinir mínir hafa misst fólk í kringum sig, ég hef líka séð fólk úr minni fjölskyldu tapa baráttunni gegn veirunni,“ sagði Sterling.

,,Þú verður að fara varlega og hugsa um þá sem eru þér næst. Við viljum öll spila fótbolta aftur en það er alvarlegt ástand í landinu.“

,,Þegar boltinn fer af stað aftur þá verðum við að tryggja að það sé öruggt fyrir alla. Ég veit ekki hvernig þetta mun virka, en þegar öryggi allra er tryggt þá er í góðu lagi að fara af stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi