Engin ný smit COVID-19 greindust hér á landi síðasta sólarhringinn, þrátt fyrir að yfir 500 sýni hafi verið greind, og eru virk smit í samfélaginu aðeins 18 í dag. Alls hafa 1773 náð bata. 698 einstaklingar eru í sóttkví og hafa hátt í tuttugu þúsund lokið sóttkví.
Einungis 2 dvelja nú á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og enginn á gjörgæslu.