fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Óttast að 50 leikmenn hafni því að mæta leiks

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. maí 2020 14:00

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í ensku úrvalsdeildinni eru byrjuð að hóta félögum í fallbaráttu að þau verði dæmd niður, haldi þau áfram að vera með vandræði. Félögin í fallbaráttu vilja ekki hefja tímabilið á hlutlausum velli eins og allt stefnir í.

Stærri lið deildarinnar hóta því að fara fram með hörku ef félögin ganga ekki að þeim kröfum, þeim er hótað að tímabilið verði látið standa og lokastaða reiknuð út frá meðalstigum.

Þá myndu Norwich, Aston Villa og Bournemouth falla úr deildinni án þess að spila restina af tímabilinu.

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.

Stefnt er að því að hefja æfingar í næstu viku og hefja leik í júní. Deildin verður þá spiluð á sjö vikum og svo kemur viku frí.

Þá segir Mirror frá því að óttast sé að allt að 50 leikmenn muni hóta því að mæta ekki til æfinga eða í leiki vegna veirunnar, þeir eru sagðir óttast hana verulega

Mirror segir að búast megi við því að 2-3 leikmenn í hverju félagi muni óttast það að snúa aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“