fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Íslensk boltaást sem hitti beint í mark

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lífið leikur við knattspyrnufólk innan vallar fer boltinn oftar en ekki einnig að rúlla utan vallar, þannig hefur boltaástin blómstrað. Stelpurnar í A landsliði kvenna hafa margar hverjar nælt sér í álitlega menn með góða leggi. Hér gefur á að líta hugguleg boltapör og nú er bara að vona að ástin beri ávöxt og litlir boltapeyjar og markadrottningar líti dagsins ljós.

ELÍSA VIÐARSDÓTTIR & RASMUS STEENBERG CHRISTIANSEN
Daninn Rasmus fann ástina þegar hann mætti til Íslands árið 2010 og hóf að spila fyrir ÍBV, Elísa var þá að stimpla sig inn í kvennalið ÍBV sem lykilmaður. Rasmus hélt aftur út til að spila í atvinnumennsku en kom aftur til Íslands árið 2016. Hann hefur síðan verið í herbúðum Vals líkt og Elísa, en þau hafa gert það gott í boltanum hér heima. Elísa kemur af miklum knattspyrnuættum því systir hennar er ein besta knattspyrnukona þjóðarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir. Elísa hefur spilað 38 A-landsleiki fyrir Ísland, en saman á þetta kröftuga par eitt barn

GLÓDÍS PERLA VIGGÓSDÓTTIR & KRISTÓFER EGGERTSSON
Glódís Perla hefur lengi verið í sviðsljósinu hér á landi, en hún hefur verið ein besta knattspyrnukona Íslands síðustu ár. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul hefur þessi öflugi varnarmaður spilað 84 A-landsleiki. Glódís hélt í atvinnumennsku árið 2015 og hefur síðan leikið í Svíþjóð. Kristófer hafði spilað í neðri deildum hér á landi og spilað með HK í næstefstu deild árið 2016. Hann elti svo ástina yfir hafið og hefur spriklað í neðri deildum þar í landi.

FANNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR & EYJÓLFUR HÉÐINSSON
Ástin kviknaði hjá þessu öfluga knattspyrnufólki á síðasta ári. Fanndís hefur leikið 109 A-landsleiki fyrir Ísland en Eyjólfur lék fimm leiki á sínum landsliðsferli. Bæði hafa þau verið í atvinnumennsku í fótbolta en njóta nú ástarinnar hér á Íslandi. Eyjólfur er fæddur árið 1985 og er fimm árum eldri en Fanndís. Í dag spilar Eyjólfur með Stjörnunni ásamt því að koma að þjálfun hjá félaginu á meðan Fanndís spilar fyrir Íslandsmeistara Vals. Eyjólfur ólst upp í Breiðholti, en Fanndís er úr Vestmannaeyjum.

Mynd: Valli

SELMA DÖGG BJÖRGVINSDÓTTIR & SÖLVI GEIR OTTESEN
Boltinn rúllar hjá þessu sjóðheita pari, en Sölvi kom aftur heim til Íslands árið 2018 eftir að hafa spilað í 14 ár sem atvinnumaður. Parið eignaðist sitt fyrsta barn í síðasta mánuði en líklega verður Selma ekki á vellinum næstu mánuði eftir barnsburð. Selma hefur spilað með Val og FH hér á landi og lék fjölda leikja með FH í næstefstu deild á síðasta ári. Sölvi er 36 ára gamall og hefur búið víða á ferli sínum, hann lék meðal annars í Svíþjóð, Kína og Taílandi. Sölvi lék 28 A-landsleiki fyrir Ísland á ferli sínum en Selma lék fyrir yngri landslið Íslands á ferli sínum.

SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR & ÁRNI VILHJÁLMSSON
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fann ástina í örmum Árna Vilhjálmssonar, atvinnumanns í knattspyrnu. Samband þeirra er nýtilkomið. Sara er búsett í Þýskalandi og leikur með Wolfsburg. Árni leikur í Úkraínu og hefur flakkað á milli landa síðustu ár. Sara verður þrítug seinna á þessu ári en Árni er fjórum árum yngri. Bæði léku með Breiðabliki áður en þau héldu í atvinnumennsku í fótbolta. Sara var áður í sambandi með sjúkraþjálfara Wolfsburg. Sara er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og hefur spilað 131 A-landsleik á meðan Árni hefur spilað einn A-landsleik fyrir Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham