fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Vissi ekki um dökka fortíð bókarans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 14:50

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnuveitandi var þann fjórða maí síðastliðinn dæmdur í Héraðsdómi til að greiða konu hálf mánaðarlaun sem hann hafði haldið eftir við brottrekstur hennar. Vinnuveitandann og konuna greinir ekki á um að brottreksturinn hafi verið réttmætur en konan telur að hún hafi átt að fá greiddan þann tíma sem hún starfaði hjá fyrirtækinu. Vinnuveitandinn telur hins vegar að konan hafi bakað sér tjón og kostnað með því að greina honum ekki rétt frá ástæðum þess að hún hætti störfum hjá fyrri vinnuveitanda.

Konan hóf störf hjá fyrirtækinu sem bókari þann 25. september 2018 og voru umsamin mánaðarlaun hennar 550.000 krónur. Mánuði síðar var henni sagt upp störfum á grundvelli rangrar upplýsingagjafar. Konan hafði starfað í banka en athygli vakti að hún gaf eingöngu upp nöfn meðmælenda sem voru hættir störfum í bankanum. Kom í ljós í ráðningarferlinu að konunni hafði verið sagt upp í bankanum. Ástæður uppsagnarinnar sagði hún hafa verið samskiptavandi, innan og utan bankans. Vinnuveitandinn  taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að taka frásögn konunnar trúanlega og bauð henni starfið.

Dæmd fyrir alvarleg afbrot

Tæpum mánuði síðar fékk vinnuveitandinn þær upplýsingar að konunni hefði verið sagt upp í bankanum þar sem hún hefði verið ákærð og dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt og peningaþvætti í starfi sínu í bankanum. Var hún þá boðuð á fund hjá vinnveitandanum, henni greint frá þessum upplýsingum og sagt upp störfum. Konan gerði ekki athugasemd við uppsögnina.

Vinnuveitandinn ákvað að halda eftir helmingi mánaðarlauna hennar vegna þess skaða sem hann taldi að hún hefði bakað sér með því að segja rangt til um þessi efni. Konan sætti sig ekki við þetta og stefndi vinnuveitandanum. Hún krafðist þess að fá greitt það sem vantaði upp á full laun auk orlofs og dráttarvaxta enda hefði hún ekki brotið af sér í umræddu starfi og henni bæri að fá umsamin laun fyrir þá vinnu sem hún hefði innt af hendi.

Vinnuveitandinn taldi hins vegar að konan hefði bakað sér kostnað með ósannsögli sinni, hann hefði orðið að hefja ráðningarferli og þjálfunarferli upp á nýtt með tilheyrandi kostnaði. „Telur stefndi að ofangreind háttsemi stefnanda varði við ákvæði 30. gr. samningalaga nr. 7/1936 og ráðningarsamningur stefnanda og stefnda sé ekki skuldbindandi fyrir stefnda og þess vegna beri að sýkna hann af kröfu stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms um þetta.

Dýr ákvörðun

Í stuttu máli féllst dómurinn á kröfur konunnar og var atvinnurekandinn dæmdur til að greiða henni 313.203 krónur með dráttarvöxtum. Auk þess þarf vinnuveitandinn að greiða konunni 820.000 krónur í málskostnað. Reynist því sú ákvörðun að hýrudraga konuna hafa verið vinnuveitandanum alldýr þegar upp er staðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum