fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Guðrún Tinna kveður Fríhöfnina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Tinna Ólafsdóttir hefur látið af störfum sem rekstrarstjóri verslunarsviðs Fríhafnarinnar. Guðrún Tinna, sem er dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, segir í tilkynningu um málið að forsendur nýrrar stefnu Fríhafnarinnar séu brostnar. Hún tók við starfinu fyrir tveimur og hálfu ári. Guðrún birti tilkynninguna í opinni færslu á Facebook-síðu sinni og er hún eftirfarandi:

„Í dag kveð ég Fríhöfnina eftir tvö og hálft ár sem rekstrarstjóri verslunarsviðs.

Ég kom inn í fyrirtækið á tímum mikils vaxtar. Á þeim tíma var rík þörf og gríðarleg tækifæri til að endurskoða verslunarreksturinn. Helstu áskoranirnar voru skipulagning innviða til að innleiða nýja stefnu, ört vaxandi viðskiptavinahópur og nýjar áherslur í stjórnun, sölu- og rekstrarmálum. Áhugavert að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis sem er í lítilli beinni samkeppni við önnur fyrirtæki.

Á síðastliðnu ári hefur allt breyst í flugrekstri á Íslandi. Viðskiptaumhverfi Fríhafnarinnar verður að líkindum svipað því sem var fyrir 5 árum síðan. Þar með eru forsendur nýs skipurits og stefnu brostnar. Ólíkt öðrum fyrirtækjum, getur Fríhöfnin ekki nýtt sér þennan spennandi tíma í að vaxa inn á önnur mið eða unnið sjálft að því að keyra upp eftirspurn.

Á síðustu vikum hefur ég horft inn á við samhliða því að sættast við breytt viðskiptaumhverfi Fríhafnarinnar. Stærsta gjöfin sem starfið hefur gefið mér er að kynnast sjálfri mér betur sem stjórnanda. Ég hef skynjað styrkleika mína og hversu mikilvægt það er mér að byggja upp sterkan hóp ólíkra einstaklinga sem fær að vaxa í átt að sameiginlegu markmiði.

Ég kveð vini mina og samstarfsfélaga hjá Fríhöfninni, mörg hver sem hafa unnið þar síðustu áratugina og treysti ég þeim vel til að takast á við nýtt rekstrarumhverfi með þekkingu og bros á vör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Í gær

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Í gær

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa