fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Segir fólk hvatt til að fara í Kringlukast á netinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 16:39

Kringlan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kringlukast stendur yfir út næsta mánudag. Útsöluæði og kórónuveirufaraldur eru tvö hugtök sem líklega fara ekki vel saman í huga margra og hafa DV borist ábendingar frá lesendum sem hafa áhyggjur af þessu. Ekki er þó allt sem sýnist. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir við DV að útfærsla á Kringlukasti séð með óhefðbundnum hætti að þessu sinni í ljósi aðstæðna:

„Tilboð eru auglýst á vef Kringlunnar og viðskiptavinum boðið uppá að versla vöruna á netinu og um leið  hvattir til að  fá vöruna keyrða frítt heim.  Viðskiptavinir Kringlunnar geta því nýtt sér tilboð án þess að heimsækja Kringluna.“

Sigurjón bendir líka á að Kringlukastinu sé dreift á fleiri daga en vanalega en það stendur yfir frá miðvikudegi og út mánudag: „Auk þess er tímabil Kringlukasts lengt frá hefðbundnu Kringlukasti, sem er liður í því að dreifa aðsókn niður á lengri tímabil fyrir þá sem kjósa að koma í Kringluna frekar en að fá sent heim.“ Enn fremur bendir hann á að Kringlukast sé ekki eins og hefðbundin útstala: „Það eru sérhæfðari tilboð og færri verslanir sem um ræðir miðað við útsölu.“

„Hingað til hafa verslanir passað vel uppá að fjöldatakmarkanir séu virtar inní verslunum auk gólfmerkinga sem hjálpa til við að halda 2 metra bili sem og boðið er upp á spritt og hanska. Ég á von á því að svo verði áfram.  Þar sem það á við stýra verslanir fjöldanum inn í sínum verslunum með dyravörslu og þannig verður það áfram.  Eins og gefur að skilja er ekki hægt að koma því við að taka á móti 50 manns inní smærri verslanir og þá gildir að tveggja metra reglan sé virt.“

Sigurjón segir að viðskiptavinir á Kringlukasti hafi alla möguleika á því að virða tveggja metra regluna:

„Við erum öll almannavarnir og svæði Kringlunnar býður uppá alla möguleika á því að einstaklingar geti stýrt nálægð sinni og vörnum og leggjum við okkur fram við að minna á reglur sem og bjóða upp á sótthreinsandi spritt í göngugötu hússins ásamt því að auknum sóttvarnarþrifum á snertiflötum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum