fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Þórólfur segir meiri smithættu vera á líkamsræktarstöðvum en í sundi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 15:01

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin smit af kórónuveirunni greindust hér á landi síðasta sólarhring, þriðja sólarhringinn í röð. 318 sýni voru tekin, 278 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 40 á veirufræðideildinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að vel hafi gengið að hemja faraldurinn og stefnt væri að því að fara hraðar í afléttingar á samkomubanni en áætlað var. Tilkynna átti um næstu afléttingar um mánaðamótin en það færist fram til 25. maí.

Þegar hefur verið tilkynnt að sundstaðir mega opna 18. maí. Búast má við því að fjöldatakmarkanir verði á sundstaðina en ekki liggur fyrir hámarksfjöldi. Vinnuhópur vinnur í samstarfi við rekstraraðila að því að útfæra reglur. Stefnt er að því að allir sundstaðir geti opnað á sama tíma.

Þórólfur var spurður hvers vegna sundstaðir megi opna fyrr en líkamsræktarstöðvar og sagðist hann telja að mun meiri smithætta væri á líkamsræktarstöðvum. Þar væru fleiri snertifletir og meiri nánd. Ennfremur drepi klórinn veiruna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Í gær

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa