Enska blaðið Mirror fjallar um málefni Paul Pogba í dag en miðjumaður Manchester United er mikið í fréttum þessa dagana.
Pogba hefur viljað fara frá United en óvissa er með fjárhag félaga vegna kórónuveirunnar.
Real Madrid hefur mikið verið orðað við kappann og segir Mirror að spænska félagið muni bjóða 70 milljónir punda í Pogba. Það er talsvert lægri upphæð en United hefur viljað fá.
Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United sé að teikna upp plan fyrir næstu ár og þar eigi Pogba að spila stórt hlutverk.
Pogba er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en United borgaði 89 milljónir punda fyrir hann árið 2016.