Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City ætti erfitt með að vera áfram hjá félaginu ef bannið frá UEFA yfir félaginnu stendur. City hefur verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppni.
City hefur áfrýjað dómnum en City er sakað um að hafa brotið reglur er varðar fjárhagsreglur, dómurinn er þungur.
Ólíklegt er að áfrýjun City verði tekinn fyrir á næstu vikum vegna kórónuveirunnar en stjörnur liðsins gætu horft til þess að fara ef bannið standið.
,,Félagið hefur tjáð okkur að þeir muni áfrýja dómnum og að þeir séu svo gott sem 100 prósent á því að þeir hafi ekki gert neitt rangt,“ sagði De Bruyne.
,,Ég bíð, ég treysti mínu liði. Ég fylgist bara með, tvö ár eru langur tíma. Ég gæti skoðað stöðuna ef þetta yrði bara eitt ár. Þetta er áskorun og að vera í Meistaradeildinni er eitthvað sem ég vil.“