fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skúli í Subway þarf að svara fyrir ákæru í héraðsdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur ógilt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. apríl er ákæru gegn Skúla Gunnari Sigfíssyni, sem ávallt er kenndur við Subway, og tveggja viðskiptafélaga hans, þeirra Guðmundar Hjaltasonar og Guðmundar Sigurðssonar, var vísað frá.

Meðal annars var ákært fyrir millifærslur af reikningi félagsins EK1923 inn á reikning Stjörstjörnunnar, félags í eigi Skúla, dagana áður en félagið fór í þrot. Upphæðin var 21,3 milljónir króna. Aðrir liðir ákærunnar snerist um framsal á kröfu á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta og greiðslur frá árinu 2016 til tveggja erlendra birgja.

Sá sem kærði í málinu var skiptastjóri þrotabús EK1923, Sveinn Andri Sveinsson lögmaður.

Héraðsdómur vísaði ákæru í málinu frá á þeim forsendum að með færslu fjármuna í félaginu „samkvæmt lýsingu í ákæru hefði hvorki verið skertur nokkur sérstaklega tryggður réttur né hefði árangurslaus  aðfarargerð  fylgt  í  kjölfarið,  sbr. fyrirmæli  3. mgr. 250. gr. laganna. Ekki væru skilyrði til útgáfu ákæru um brot á ákvæðinu nema fyrir lægi refsikrafa þess sem teldi misgert við sig.“ Taldi héraðsdómur að ekki lægi fyrir að sá sem hefði átt að verða fyrir misgjörðinni hefði kært málið þar sem kæran barst frá skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni.

Landsréttur er þessu ósammála og telur nægileg tengsl vera milli gjaldþrotaskiptanna og þeirrar háttsemi sem kært var fyrir: „Landsréttur taldi að árangurslaust fjárnám og úrskurður um gjaldþrotaskipti hefði  staðið í nægilegum tengslum í tíma við þá háttsemi sem ákært var fyrir til að teljast hafa fylgt á eftir henni í skilningi  3. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga.“

Úrskurður héraðsdóms er því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.

Úrskurður Landsréttar féll á þriðjudag en hann má lesa hér. Athygli vekur að bæði sá dómur og dómur héraðsdóms eru nafnhreinsaðir en slíkt tíðkast yfirleitt bara í mjög viðkvæmum málum, t.d. málum er snerta börn eða kynferðisbrot, en ekki í málum sem snerta fjármáladeilur eða meint fjársvik, eins og þetta mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu