fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Íbúar í Vogunum í sorg: „Hver á þá að koma með allt aliexpress draslið mitt til mín?“

Auður Ösp
Föstudaginn 1. maí 2020 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Haukur Friðriksson póstburðarmaður á Vogum í Vatnsleysuströnd grætti ófáa íbúa í bænum í síðusut viku þegar hann tilkynnti um starfslok sín. Hilmar hefur unnið hugi og hjörtu margra eftir að hann byrjaði að bera út póstinn í bænum og er einstaklega vel liðinn. Margir tóku fregnunum því óstinnt upp.

Á vef Víkurfrétta kemur fram að Hilmar hefði tilkynnt þessar sorgarfregnir  inn á facebooksíðu fyrir íbúa í Vogunum. Miðvikudagurinn 29.apríl var seinasti vinnudagurinn hans í Vogum á Vatnsleysuströnd en hann mun taka við sem póstburðarmaður í Grindavík.

Ég reynt allt til að stöðva þetta og fá að vera áfram í Vogum, en því miður gat ég það ekki, þetta er ekki eitthvað sem ég vildi,“ ritaði póstburðarmaðurinn ástsæli og þakkaði íbúum bæjarins um leið fyrir fallegar móttökur. „Þið hafið tekið mér ótrúlega vel hérna í Vogunum og vil ég þakka kærlega fyrir það.“

Fjölmargir íbúar hafa skrifað athugasemdir undir færslu Hilmars þar sem þeir harma brotthvarf hans.

„Við höfum aldrei upplifað eins góða þjónustu með þig í fararbroddi, það verður mikil missir að missa þig elsku vinur. Ég mótmæli þessu hér með og krefst þess að þú verðir hér áfram,“ ritar einn.

Annar skrifar: „Takk fyrir frábæra þjónustu við okkur bæjarbúa. Þú átt heiður skilinn fyrir traustan og ábyrgan póstburð í öllum veðrum og alla daga. Gangi þér vel á nýja staðnum og vonandi gera yfirmenn þínir sér grein fyrir því hversu dýrmætur starfsmaður þú ert“.

Þá er einn í hópnum sem spyr mikilvægrar spurningar:

„Hver á þá að koma með allt aliexpress draslið mitt til mín?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári