fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Fjölbreytt atvinnulíf er lykilinn

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 18:30

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að ljúka afar erfiðum samningavetri við ríkið og eigum eftir að semja við sveitarfélögin í landinu. Hjá þeim aðildarfélögum sem semja við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa kjarasamningar verið lausir í meira en eitt ár,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. „Þetta er búinn að vera erfiður og um margt skrýtinn samningavetur en hingað erum við komin og viljum minna á það á baráttudegi verkalýðsins að lífskjör háskólamenntaðra stétta eru jafn mikilvæg og annarra stétta.”

LÍN stendur vel

Hún segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að koma til móts við kröfur BHM um að létta endur-greiðslubyrði námslána. „Við bíðum nú eftir því að heyra nákvæmlega hvernig verði gengið frá því. Við eigum von á að það verði á yfirstandandi þingi og að okkar viðsemjendur klári það sem þeir eru búnir að segjast ætla að gera. Það mun skipta miklu máli fyrir marga innan BHM og marga utan bandalagsins líka því það eru tugþúsundir sem skulda námslán. Þá má rifja upp að þetta eru einu verðtryggðu lánin sem ekki hafa fengið neina leiðréttingu eftir hrun. Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur vel og getur komið til móts við þá sem skulda námslán.”

Hún segir að síðustu vikur hafi öll þjóðin orðið þess mjög vel vör hversu miklu máli góð heilbrigðisþjónusta skiptir. „Við viljum að sjálfsögðu undirstrika það, eins og aðrir hafa gert, hversu mikilvægur þáttur það er, ekki bara til að halda samfélaginu gangandi heldur stuðlar hún að betri heilsu, lífsgæðum og jöfnuði i landinu. Það er líka gaman að fá að benda á að þessi þjónusta byggist á bestu fáanlegu þekkingu sem margir hverjir afla sér með löngu háskólanámi.

Hrikalegt atvinnuleysi

Við höfum verið að sjá hrikalegar atvinnuleysistölur og erum mjög vel meðvituð um að þetta er erfið staða. Á móti kemur að í svona erfiðu ástandi felast þrátt fyrir allt alltaf tækifæri. Við í BHM höfum bent á að við verðum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið hér á landi. Við erum að lenda í því enn og aftur að leyfa einni atvinnugrein sem byggir á auðlindanýtingu að vaxa mjög hratt, og er ég þá að vísa í ferðaþjónustuna. Við megum ekki setja eggin öll í sömu körfu og þurfum alvöru fjárfestingu í nýsköpun, rannsóknir og þróun. Sem betur fer er nú eitthvað af því í tillögum ríkisstjórnarinnar en hljótum að þurfa að læra af þessari erfiðu reynslu. Það er betra að hafa hægan og jafnan vöxt í atvinnulífinu og bjóða upp á fjölbreyttari atvinnu fyrir fólkið í landinu.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllum sem birtist í tilefni af 1. maí í nýju helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári