fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Nauðsynlegt að tryggja framfærslu: „Fólk er að verða tekjulaust“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 15:35

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum áhyggjur af framfærslu fólks frá mánuði til mánaðar. Fólk er að verða tekjulaust, hefur miklar áhyggjur af framtíðinni og við þurfum að ná öflugri viðspyrnu,” segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. „Fyrsta atriðið er að tryggja framfærslu eins og hægt er. Við höfum bæði sett pressu á stjórnvöld og verið í samstarfi við stjórnvöld um ýmsar leiðir til þess,” segir hún.

Það er helst tvennt sem veldur mikilli óvissi um framhaldið. „Eitt er að við vitum ekki hvað atvinnuleysi er mikið. Sumir eru til dæmis á hlutabótaleiðinni og fara síðan yfir í fullt starf um leið og hægt er. Síðan vitum við ekki hvenær næsti ferðamaður kemur inn í landið. Þetta er ofboðslega óvissa og við vitum hvorki hver raunverulega staða er né hvað bíður okkar.”

Ekki aftur í sama farið

Drífa segir ljóst að miklar breytingar á samfélaginu séu í vændum. „Þá er eins gott að við vitum hvert við vilum stefna þegar kemur að atvinnulífi og framtíðarsýn. Við þurfum ekki endilega að leita aftur í sama farið heldur sníða agnúa af því samfélagi sem var fyrir COVID. Að leiðarljósi þurfum við að hafa byggðasjónar-mið, jafnrétti, fjölbreytilegan vinnu markað, endurmat á verðmætum starfa og ýmislegt fleira sem er gjörbreytt eftir COVID,” segir hún.

Flestar þær aðgerðir stjórnvalda sem hafa verið kynntar eru til bóta að mati Drífu og töluverðum árangri hafi verið náð í að verja störf með því að keyra niður virkni fyrirtækja.

„En ekki öllum störfum verður bjargað og við höfum lagt áherslu á enduruppbyggingu starfa með hliðsjón af nýsköpun og fjölbreytni og þær sjálfbæru áherslur sem unnið hefur verið með í nokkurn tíma. Við sem samfélag og heimurinn allur þurfum nú að taka á honum stóraokkar og ákveða hvernig störf við viljum að komi út úr þessari stöðu,” segir hún.

Yfirgripsmikil þekking á brauðtertum

Drífa hefur haldið ræður á 1. maí víðs vegar um landið síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri Starfs-greinasambandsins árið 2012 en þó aldrei í Reykjavík. „Ég hef því upplifað 1. maí um land allt og aflað mér djúprar og yfirgripsmikillar þekkingar á hlaðborðum og brauðtertum í ólíkum landshlutum. Sumir fara í kröfugöngu á meðan aðrir fara frekar á fjölskylduhátíðir þar sem eru haldnar barátturæður.

Öll verkalýðsfélög reyna að gera eitthvað fyrir sína félagsmenn á þessum degi og búa til vettvang þar sem hægt er að ræða verka- lýðsmál og kjör fólks. Þess verður sárlega saknað af mörgum að geta ekki tekið þátt í ár með því að mæta á slíkar samkomur en verkalýðs- hreyfingar um allan heim nota nú netið til að ná til fólks.”

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllum sem birtist í tilefni af 1. maí í nýju helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári