Marouane Fellaini leikmaður Shandong Luneng í Kína hefur lagt fram mikla fjármuni til að hjálpa uppeldisfélagi sínu Standard Liege.
Fellaini hefur lánað félaginu 2,6 milljónir punda eða um 500 milljónir króna.
Standard er í gríðarlegum fjárhagsvandræðum og var það áður en kórónuveiran reið yfir. Félagið á í hættu á að missa sæti sitt í úrvalsdeildinni.
Félagið skuldar leikmönnum laun og fór félagið í viðræður við fyrrum leikmenn félagsins sem eru sterk efnaðir.
Axel Witsel keypti heimavöll félagsins á 1,3 milljón punda og lánar félaginu hann svo.