fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg opnar sig: „Ég hef aldrei farið jafn langt niður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. maí 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Burnley hefur upplifað erfiða tíma síðasta árið. Jóhann hefur glímt við mikið af meiðslum.

Jóhann meiddist á læri gegn Frakklandi í október og hefur síðan þá ekki fundið taktinn, lærið gaf sig aftur í janúar og í febrúar meiddist hann á kálfa.

,,Ég fór framhjá leikmanni og hann ýtti við mér, öll þyngdin fór á vinstra lærið og það gaf sig. Ég vissi að þetta væri alvarlegt,“ sagði Jóhann Berg við The Athletic.

Jóhann snéri aftur á völlinn um jólin þegar álagið var mikið, margir leikir og mikið af æfingum. Lærið gaf sig svo aftur í upphafi árs í enska bikarnum.

,,Það var líklega ekki það besta fyrir mig að koma aftur þegar það er svona þétt spilað og margar æfingar. Ég fann aftur tak í lærinu í bikarnum, það var erfitt að taka því. Ég hafði lagt svo mikið á mig til að koma til baka.“

,,Andlega, hef ég líklega aldrei farið jafn langt niður. Fyrstu dagana sérstaklega, ég var mjög niðurlútur. Þú ferð að hugsa um þetta og af hverju þetta sé að gerast. Þú reynir svo að koma þér af stað og koma sterkari til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park