Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af starfsemi annars veitingastaðar, í Bústaðahverfi, en þar voru rúmlega 30 manns inni. Einnig hefði átt að loka staðnum klukkan 23. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að grunur leiki á að brotið hafi verið gegn reglum um fjöldasamkomu og reglum lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu.