Fjölmennt lögreglulið leitar nú að manni sem réðist á tvö börn í Kórahverfinu í Kópavogi í kvöld. Maðurinn mun hafa beitt hnífi.
RÚV skýrir frá þessu og segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sé barnið fjórtán ára. Árásin er sögð hafa verið fólskuleg en barnið sé ekki í lífshættu en það var flutt á slysadeild.
Sérsveitarmenn taka þátt í leitinni og segist RÚV hafa heimildir fyrir að lögreglan noti dróna við leitina og njóti aðstoðar þyrlu.
Uppfært klukkan 20.22
Í tilkynningu sem barst frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að hún hafi verið með mikinn viðbúnað í Örvasölum í Kópavogi eftir að tilkynnt var um árás á tvo unglinga um sexleytið. Leit standi yfir að manni vegna málsins og sé notast við sporhund og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Maðurinn er talinn vara dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er hugsanlegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni.
Þeir sem kunna að hafa séð manninn, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hringja í 112.